Forsíða Afþreying Matthew McConaughey hefur ekki notað svitalyktareyði í 25 ár!

Matthew McConaughey hefur ekki notað svitalyktareyði í 25 ár!

Matthew McConaughey er réttilega talinn vera einn sá heitasti í bransanum og þess vegna finnst okkur mikilvægt að minna á eitt lítið smáatriði:

Hann notar hvorki svitalyktareyði né rakspýra! Og hefur ekki gert í yfir 25 ár…

Fyrir þau sem hafa séð Intersteller:

Getið þið ímyndað ykkur svitalyktina af jafn sexý manni og Matthew McConaughey í 8 klukkustunda töku í litlu geimskipi þar sem allt er löðrandi í svita undir 30 kílóa geimfarabúningi?

Fréttir þess efnis að McConaughey noti ekki svitalyktareyðir eða aðrar snyrtivörur ná allt til 2008 þegar hann lék með Kate Hudson í Fool’s Gold.

Samkvæmt sögunni grátbað Hudson McConaughey að setja á sig svitalyktareyði í miðri töku en hann sagðist einfaldlega aldrei nota slíkar vörur.

„Hún kom alltaf með saltstein sem er einhverskonar náttúrulegur svitalyktareyðir og sagði: „Viltu setja þetta undir hendurnar á þér, fyrir mig?“

McConaughey hefur líka sagt í viðtölum að þetta hafi aldrei verið vandamál fyrir hann:

„Konurnar í lífi mínu, þar á meðal móðir mín hafa alla tíð sagt við mig: „Hey, þín náttúrulega lykt er númer 1 af manni, en númer tvö eins og þú““.

Þrátt fyrir þetta þarf ekki að vera að McConaughey sé sóði eða hugsi ekki um sjálfan sig. Hann segist fara í sturtu oft á dag og bursti í sér tennurnar allt að fimm sinnum sama daginn.

Ástæðan á bakvið þetta er einföld, hann vill einfaldlega ekki lykta eins og einhver annar.

Hann er klárlega sérstakur en þrátt fyrir að hann lykti kannski ekki eins og tíu rauðar rósir eða saltur sumarblær, þá er ég nokkuð viss um að það muni ekki stoppa nokkra konu í að vera bálskotin í Matthew McConaughey!