Forsíða Lífið Mark Zuckerberg uppljóstrar einu reglunni sem hann notar þegar hann ræður nýtt...

Mark Zuckerberg uppljóstrar einu reglunni sem hann notar þegar hann ræður nýtt starfsfólk

'I will only hire someone to work directly for me if I would work for that person': Mark Zuckerberg - appearing at the the 2015 Mobile World Congress  in Barcelona on March 2 - gave away some his key career advice

Einn yngsti og ríkasti frumkvöðull í heimi, hinn þrítugi Mark Zuckerberg er einn þeirra manna sem við ættum að taka alvarlega í hvert einasta skiptið sem hann opnar á sér munninn.

Facebook stofnandinn kom fram á Mobile World ráðstefnunni í Barcelona í vikunni en þar var hann meðal annars spurður að hverju hann leitaði í hugsanlegum starfsmanni.

Og svarið hans var jafn gott og það var einfalt.

„Ég ræð einungis einhvern til þess að vinna beint fyrir mig ef ég gæti unnið fyrir þessa sömu manneskju,“ sagði Zuckerberg.

„Það er frekar gott ráð,“ bætti hann síðan við.

Keynote: The annual Mobile World Congress hosts some of the wold's largest communication companies, with many unveiling their latest phones and wearables gadgets