Forsíða Lífið Margeir stytti vinnudaginn um tvo klukkutíma- Þetta mættu allir vinnuveitendur gera!

Margeir stytti vinnudaginn um tvo klukkutíma- Þetta mættu allir vinnuveitendur gera!

Margeir Steinar Ingólfsson stjórnarformaður Hugsmiðjunnar, eða DJ Margeir, eins og margir þekkja hann sem, kom með hugmynd sem líklega allir væru til í að taka þátt í. Hann stytti vinnudaginn í Hugsmiðjunni úr 8 vinnustundum í 6. Einhver hefði haldið að það væri „bara næs“ – á kostnað þess að það myndu verða minni afköst, hefði rangt fyrir sér.

Í samtali við RÚV kemur í ljós að eftir 2 ára tilraun með þetta fyrirkomulag – hefur komið í ljós að afköstu jukust. Þannig fólk var með styttri vinnudag – og komu meiru í verk!

Framleiðnin jókst um 23%, veikindadögum fækkaði um 44% og ánægja starfsmanna jókst um hundrað prósent.

Með færri vinnutímum gafst starfsfólki aukið rými fyrir hreyfingu og áhugamál, sem hafði góð áhrif á heilsu þess og líðan. Það hafði meiri tíma til að lesa og fara á námskeið og svo framvegis.

Miðja