Forsíða Lífið Manstu eftir „The Shermanator“ úr AMERICAN PIE myndunum? – Svona lítur hann...

Manstu eftir „The Shermanator“ úr AMERICAN PIE myndunum? – Svona lítur hann út í dag!

Örugglega flestir á bilinu 20 – 40 ára hafa séð American Pie. Myndin fjallaði um vini í menntaskóla sem voru að reyna missa sveindóminn. Svo komu nokkrar framhaldsmyndir í kjölfarið. Í þessum myndum fengum við að kynnast nokkrum skemmtilegum karakterum eins og Stifler og svo Sherman eða The Shermanator eins og hann kallaði sig.

The Shermanator var lúðalegur strákur með rosalegt sjálfstraust.

The Shermanator From American Pie Looks Completely Different Now 784 nintchdbpict0003096373631

The Shermanator var leikinn af Chris Owen og það er ekki mikið búið að sjást af honum síðan myndirnar hættu. Hann var meira að segja farinn að vinna sem þjónn árið 2013.

En nú er eitthvað að gerast hjá honum og er hann kominn með hlutverk í tveimur bíómyndum á þessu ári. Hann hugsar mikið um heilsuna og það er mikið búið að rætast úr útlitinu hans. Sem að hjálpar honum auðvitað í Hollywood.