Forsíða Húmor Manst þú eftir PUNGNUM góða? – Myndband!

Manst þú eftir PUNGNUM góða? – Myndband!

70 mínútum voru frábærir þættir sem byrjuðu á sjónvarpsstöðinni Popp Tíví árið 2000. Simmi og Jói á Fabrikkunni byrjuðu með þættina en seinna tóku Sveppi, Auddi Blö og Pétur Jóhann við ásamt OfurHuga.

Þættirnir voru að mestu leiti grín, með fasta liði eins og faldna myndavél, ógeðsdrykk, áskorun, tilraun og gest dagsins. Það geta samt flestir verið sammála því að PUNGURINN hafi verið með því eftirminnilegasta! Eins og sjá má á myndbandsbrotinu hér að neðan þá var PUNGURINN einstaklega góð skemmtun!

Spurning um endurkomu, hvað segiði strákar?