Forsíða Íþróttir Manchester United sjaldan taldir jafn ÓLÍKLEGIR til sigurs í grannaslagnum gegn City!

Manchester United sjaldan taldir jafn ÓLÍKLEGIR til sigurs í grannaslagnum gegn City!

Derby leikirnir á Englandi eru alltaf með þetta „auka“ – því þar er borgarbúum att saman. Í áraraðir var City alltaf litla liðið í Manchester – en undanfarin ár hefur þetta verið að breytast.

Nú er svo komið að stórliði Manchester United er spáð veglegu tapi gegn City þegar þeir mæta á Etihad- því stuðullinn á sigri United eru heilir 10 á móti 1,33 á Bournemouth. (Sjá nánar HÉR)

Staða Ole Gunnar Solskjær hefur verið talin völt – þótt að hann hafi unnið góðan sigur á Tottenham í síðasta leik. Sigur hér gæti gert virkilega gott fyrir öryggi hans í starfi.

Á meðan eru menn Guardiola að heltast úr lestinni í kapphlaupi við hið óstöðvandi lið Liverpool – sem einungis hafa tapað 2 stigum á þessari leiktíð.

Spennandi verður að sjá hvað gerist – en leikurinn fer fram kl. 15:00 – laugardaginn 7. desember.