Forsíða TREND Mæðra tips fór á hliðina – Hvernig eru þessir skór á LITINN?

Mæðra tips fór á hliðina – Hvernig eru þessir skór á LITINN?

Það fór allt á hliðina inná facebook síðunni „Mæðra tips!“ þegar Liliana bað um aðstoð annara mæðra. Spurningin var einföld, Hvernig er þessir skór á litinn??

Í fyrstu fannst henni skórnir vera mintulitaðir og gráir en þegar hún skoðaði þá aftur voru þeir orðnir bleikir og hvítir. Svo gerðist eitthvað alveg óskiljanlegt, þeir breyttu aftur um lit og urðu gráir og mintulitaðir.

Svörin fóru að hlaðast upp og fyrir mörgum var þetta frekar einfalt mál…

Sumar voru þó jafn gáttaðar á þessu og Liliana..

 

En hvaða lit sérð þú?