Forsíða Lífið Maðurinn sem Jói böstaði er mögulega búinn að fremja sjálfsmorð – Yfirlýsing...

Maðurinn sem Jói böstaði er mögulega búinn að fremja sjálfsmorð – Yfirlýsing frá Jóa um málið!

Eins og við sögðum frá fyrir helgi þá böstaði Jói mann yfir fimmtugt sem hélt hann væri að fara hitta 14 ára stelpu – og í því myndbandi þá sýndi Jói okkur framan í manninn.

Sögusagnir segja nú að maðurinn hafi framið sjálfsmorð – og Jói ákvað því að gefa út þessa yfirlýsingu.

Yfirlýsing.

Ég birti fyrir stuttu myndband af aðila sem var að sækjast eftir samneyti við 14 ára stúlku (Maðurinn sjálfur fæddur 1966).

Myndband þetta hefur farið allt of hratt um netið og átti ég í raun ekki von á eins miklum viðbrögðum komu.

Að mér skilst þá ganga sögusagnir um það að aðilinn sem um ræðir sé látinn en engin staðfesting hefur komið á því.

Það sem ég hef lært á þessu er mjög mikið og mun ég í næsta skipti blörra fyrir andlitið á því myndskeiði sem almenningur fær og svo afhenta lögreglu upprunalega myndbandið.

Ég vill þakka fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið og alla þá sem höfðu samband við mig þegar sagan um að hann hefði fyrirfarið sér fór af stað.

Ég vill líka láta það fylgja að ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hefur fyrirfarið sér.

Hann er tilbúinn að skemma líf 14 ára stúlkna og guð má vita hversu mörg líf honum hefði tekist að skemma hefði hann ekki verið böstaður.

Ég tek mér nú smá frí frá snappinu, síðunni og öllu sem tengist „Jóa Lífið“ en kem sterkur til baka eftir smá tíma.

Ég er samt ekki hættur, það er of mikið af þeim þarna úti og þeir verða stöðvaðir.

Miðja