Forsíða Lífið Maður Amöndu hélt framhjá svo hún sendi honum „glaðning“ í pósti! –...

Maður Amöndu hélt framhjá svo hún sendi honum „glaðning“ í pósti! – MYND

 

Þær eru margar til sögurnar af því þegar fólk hefnir sín eftir framhjáhald. Bílum hefur verið rústað, föt hafa verið brennd og eigur eyðilagðar.

Amanda Chatel og eiginmaður hennar ákváðu að eyða smá tíma í sundur og hann flutti frá Bandaríkjunum til Parísar. Hann hafði svo samband við hana stuttu síðar, bað um skilnað og hætti svo að tala við hana.

Amanda komst síðar að því að hann var búinn að vera að halda framhjá henni með tvítugri stúlku, en eiginmaðurinn (bráðum fyrrverandi) er 48 ára gamall.

Eftir að hafa tekist á við þessar fregnir og reiðin hafði farið að minnka fékk Amanda bréf í póstinum frá tvítugu stúlkunni. Þar var á ferðinni ljóð, sem fjallaði um Amöndu.

Það segir hún að hafi gengið fram af sér og hún hafi svo oft kallað manninn sinn „piece of shit“ í huganum að það hafi bara brennst þar inni og hún ákvað þess vegna að senda honum kúk í pósti.

„Fyrst ætlaði ég bara að senda honum minn eigin, en svo fannst mér það of mikili bilun.“

Það var þá sem hún rakst á vefsíðuna shitexpress.com. Þar er hægt að panta kúk og láta senda um allan heim.

Amanda segist ekki sjá eftir neinu en viðurkennir að hún hafi ekki heyrt frá manninum fyrrverandi né nýju kærustunni síðan.