Forsíða Umfjallanir Má bjóða þér ókeypis í bíó á fjölskyldumyndina Into The Woods?

Má bjóða þér ókeypis í bíó á fjölskyldumyndina Into The Woods?

Bakarahjón sem óska þess heitast að eignast barn fá óvænta heimsókn nornar sem segist munu uppfylla ósk þeirra nái þau að safna saman fjórum hlutum sem nornin þarf til að búa til galdraseyði.

Into the Woods er byggð á samnefndum söngleik eftir tónlistar- og textahöfundinn Stephen Sondheim og rithöfundinn og leikskáldið James Lapin. Söngleikurinn var fyrst settur á svið í San Diego árið 1986 og var ári síðar kominn á Broadway þar sem hann naut mikilla vinsælda og vann til nokkurra Tony-verðlauna, þar á meðal fyrir bestu tónlistina.

Fyrir utan bakarahjónin sem leita þeirra fjögurra hluta sem nornin vill fá fyrir að aflétta af þeim barnsleysisálögunum eru persónurnar í sögunni sóttar í nokkur af hinum þekktu Grimms-ævintýrum. Fara þar fremst í flokki Rauðhetta, amman og úlfurinn, Öskubuska, stjúpmóðir hennar, stjúpsystur og prinsinn, Jói og móðir hans úr sögunni um baunagrasið og hin síðhærða Gullbrá og hennar prins.

Allar eiga þessar persónur sér einhverjar óskir, en ólíkt ævintýrunum er ekkert víst að óskirnar rætist eins og vonir þeirra stóðu til, eða þá að þær rætist á allt annan hátt en nokkurt þeirra hefði getað séð fyrir …

Það eina sem þú þarft að gera til þess að vinna miða er að kommenta hér fyrir neðan af hverju þú ættir að vinna – og þá ertu komin/n í pottinn!

Sjáumst í bíó!

Miðja