Forsíða Hugur og Heilsa Loksins eru komnir smokkar fyrir þá sem eru með stærri …

Loksins eru komnir smokkar fyrir þá sem eru með stærri …

condoms

Hefur þú einhverntíman velt því fyrir þér af hverju Durex framleiðir ekki smokka í fleiri stærðum? Er það algjör fásinna og dugar ein stærð fyrir alla eða ætti þetta að vera jafn sjálfsagt og að við getum keypt okkur skyrtu í S, M eða L?

Breskt fyrirtæki tók það á sig að sérhæfa sig í smokkum í stærðum fyrir hvern og einn, stóra sem smáa. En þeir byrjuðu ekki rólega heldur fóru með hugmyndina alla leið. „TheyFit“ smokkarnir bjóða upp á 95 mismunandi stærðir af smokkum takk fyrir pent!

Einn framleiðandi smokkanna, Thomas Newman segir að rannsóknir hafa leitt það í ljós að þegar menn eru ósáttir við smokka – Noti þeir ekki smokka. Augljóslega, en venjulega er það ekki sleipiefni á smokkunum eða hve þykkur hann er sem veldur því að menn eru ekki hrifnir af því að nota smokk heldur vegna þess að þeir eru of litlir.

„Til dæmis, ef karlmaður segist ekki „finna fyrir neinu“ í kynlífi með smokk er það vegna þess að smokkurinn er of lítill,“ segir Thomas Newman.

Myndbandið segir allt sem segja þarf, annars getur þú farið á heimasíðu TheyFit og kynnt þér málið nánar ef þetta er eitthvað fyrir þig … bigboy.

Miðja