Forsíða Lífið Lögreglan varar við LÖGREGLUNNI – Hættulegur svikapóstur fer nú um landið!

Lögreglan varar við LÖGREGLUNNI – Hættulegur svikapóstur fer nú um landið!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti þessa færslu á Facebook til að vara við hættulegum svikapósti sem við Íslendingar þurfum að passa okkur á.

Það er eins gott að láta vini og fjölskyldu vita af þessu – sérstaklega mikilvægi þess að slökkva á tölvunum ef þeir ná að plata mann.

Svikapóstur sem er látinn líta út fyrir að koma frá lögreglunni virðist vera að fara mjög víða í kvöld. Við biðjum fólk að opna póstinn alls ekki, en hann kemur að sjálfsögðu ekki frá lögreglu.

Mikilvægt að sem flestir vari sig á þessu og opni alls ekki slóð eða viðhengi. Þeir sem hafa lent í að fara inn á síðuna eða hala niður gögnum – eru beðnir að slökkva strax á tölvum sínum. Lögreglan mun koma frekari upplýsingum áleiðis þegar þær koma.

Smelltu á mynd til að stækka
Miðja