Forsíða Bílar og græjur Lögreglan og sérsveitin í ELTINGALEIK við þennan BMW í Garðabænum – MYND

Lögreglan og sérsveitin í ELTINGALEIK við þennan BMW í Garðabænum – MYND

Það voru talsverðir skarkalar og læti sem urðu í Garðabænum í dag – þegar BMW bifreið var ekið glannalega um götur – með lögregluna og sérsveitina.

Kona ein sendi Menn.is þessa mynd sem sjá má hér að neðan – en hún sem keyrði í Garðabænum, fékk BMW-inn fyrir aftan sig.

„Ég sá að lögreglan var að reyna að stöðva hann,“ sagði konan í samtali við Menn.is. „Svo ég reyndi að blokka á hann – en að endingu tók hann fram úr mér.“

Mennirnir voru hettuklæddir undir stýri og ógnuðu öllu í umhverfi sínu þegar þeir þeystu í gegnum íbúahverfið.

„Tveir strákar á hjóli fylgdust forviða með þessum eltingaleik.“

Ekki er vitað hvernig þessi eltingaleikur endaði en vonandi náði lögreglan þessum óþekka Bimma!