Forsíða Lífið Lögreglan hefur sektað Íslendinga um 7 MILLJÓNIR fyrir þetta á rúmum mánuði!...

Lögreglan hefur sektað Íslendinga um 7 MILLJÓNIR fyrir þetta á rúmum mánuði! – „Vonandi fara ökumenn að læra af þessu“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti þessa færslu á Facebook og lét vita að á rúmum mánuði  – eða síðan 1. maí þegar að fjárhæðir umferðarsekta hækkuðu – þá hafa þau sektað Íslendinga um rétt tæpar 7 milljónir fyrir þetta umferðarlagabrot.

Sektin fyrir notkun farsíma án handfrjáls búnaðar fór frá því að vera 5.000 kr upp í þessar 40.000 kr – og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill greinilega frekar að fólk kaupi sér Bluetooth græju á 3.000 kr en taka af þeim meiri pening.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkur dæmi um breytingarnar sem áttu sér stað 1. maí:

Við efumst um að allir séu með þessar upphæðir á hreinu og það virðast ekki allir vera búnir að átta sig á því að þessi breyting átti sér stað.

Þess vegna er gott að fá svona áminningu frá löggunni.

Miðja