Forsíða Lífið Löggan kölluð til IKEA til að stöðva massífan FELULEIK

Löggan kölluð til IKEA til að stöðva massífan FELULEIK

Það hafa margir talað um það hversu skemmtilegt það væri að nýta allt þetta risastóra pláss í IKEA verslunum í eitthvað húllumhæ, en enginn hefur látið verða af því fyrr en nú.

Lögreglan í Glasgow var kölluð í IKEA verslunina í Braehead til að stöðva massífan feluleik sem hafði verið skipulagður á Facebook – þar sem 2.000 manns sögðust ætla að mæta og 10.000 manns sögðust hafa áhuga.

Fimm lögregluþjónar mættu á svæðið og vöktuðu verslunina með starfsfólki IKEA og þau gengu meira að segja svo langt að neita fólki um inngöngu í verslunina – allt til að tryggja að feluleikurinn ætti sér ekki stað.

Fólk faldi sig inn í skápum, undir rúmum, ofan á háum hirslum og bara alls staðar þar sem hægt var að troða sér – og meira að segja á stöðum þar sem plássið leyfði það eiginlega ekki.

Rob Cooper, verslunarstjóri IKEA í Glasgow, sagði að öryggi viðskiptavina og starfsfólksins væri alltaf í fyrirrúmi hjá IKEA og þess vegna væri því miður ekki hægt að leyfa feluleikinn.

„Þetta var vissulega frábær hugmynd hjá þeim sem skipulögðu viðburðinn, en því miður þá býr þetta til hættu í versluninni og eyðileggur þá afslöppuðu upplifun sem við viljum að viðskiptavinir okkar geti notið á meðan þau versla í IKEA,“ sagði Rob.

Ætli verslunarstjórinn hér á Íslandi myndi taka betur í þetta?