Forsíða Uncategorized Ljósakrossi var STOLIÐ af leiði systursona Finnboga – „Þetta er svo ömurlegt“

Ljósakrossi var STOLIÐ af leiði systursona Finnboga – „Þetta er svo ömurlegt“

Finnbogi Karlsson og fjölskylda hans lentu í því óláni að koma að leiði systursona hans þar sem einhver óprúttinn aðili var búinn að stela krossi af leiðinu.

Fjölskyldan gerir sér engar vonir um að krossinn komi í leitirnar en vill samt deila þessu og biðja fólk um að deila áfram.

 

Svona ljósakrossi var stolið af leiði systursona minna núna um helgina. Kross sem sem foreldrar mínir (afi og amma) keyptu í minningu þeirra. Krossinn var eilítð gallaður þ.e. ljósaröndin hægramegin, frá neðsta hluta og upp að miðju, var biluð, Pabbi gamli fór upp í kirkjugarð núna í dag til að ná í krossin og láta gera við hann en þá var hann sem sagt horfinn.

Við gerum okkur enga von um að hann komi í leitirnar en viljum þrátt fyrir það deila þessaru mynd og vil ég því biðja ykkur vini mína um deila þesu áfram því svona kross er dýr eða um 30′ til 40′ þúsund krónur

Þetta er ekki einsdæmi því í komentum við greinina segjast margir hafa lent í svipuðu.

Maður verður alveg orðlaus yfir þessu – Hvernig dettur fólki í hug að gera svona?

Við vonum að sem flestir deili þessu og að krossinn skili sér aftur.