Forsíða Lífið Líklega ótrúlegasta íslenska bónorð sem við höfum séð! – Fallegt myndband

Líklega ótrúlegasta íslenska bónorð sem við höfum séð! – Fallegt myndband

Hvernig sérð þú fyrir þér að ganga í það heilaga?

Inga Auðbjörg bað þingmannsins Helga Hrafns í þýskum kastala með hjálp frá fjölmörgum myndavélum og yfir 100 manneskjum!

Svokölluð ‘flash mob’ hafa trendað á internetinu síðustu mánuði og ár en það þýðir einfaldlega að stór hópur fólks gerir eitthvað skipulagt og óvenjulegt á almannafæri.

Inga fékk hjálp frá yfir 100 einstaklingum sem dönsuðu skemmtilega við sænska Eurovisionlagið Euphoria þangað til Inga steig ein fram og bað Helga að giftast sér á krúttlegasta mögulega máta:

„Ég hef aldrei verið jafn ótrúlega ánægð með líf mitt og ég er núna með þér og ég vona að þú viljir alltaf vera með mér, þannig værir þú kannski til í að giftast mér?“

Og Píratinn var ekki lengi að svara …

Sjáðu myndbandið hérna!