Forsíða Hugur og Heilsa Leynist þetta í sturtuklefanum þínum? – HENTU því þá hið snarasta!

Leynist þetta í sturtuklefanum þínum? – HENTU því þá hið snarasta!

 

Fólk brúkar ýmsar græjur í sturtunni – allt frá sápu yfir í rakvélar. Margir nota einnig allskonar tól til þess að skrúbba á sér húðina og kannast margir við þetta hérna skrúbbtól:

Samkvæmt húðsjúkdómalæknum ætti enginn að nota þetta eða geyma í sturtunni, þar sem þetta er ekkert annað en gróðrastía fyrir bakteríur.

Húðflögurnar, sem festast í netinu, og rakinn í sturtunni eru víst ekki að gera gott mót og geta einfaldlega valdið sýkingum – sérstaklega ef nýrökuð húð er skrúbbuð.