Forsíða Afþreying Leonardo DiCaprio stal stúlku af Justin Bieber beint fyrir framan nefið á...

Leonardo DiCaprio stal stúlku af Justin Bieber beint fyrir framan nefið á honum! – MYNDBAND

Á mánudagsnóttina fór fram Met Gala kvöldverðurinn í New York – og ég er viss um að það fór ekki framhjá neinum!

Á Met Gala klæðir ríka og fína fólkið sig upp í enn furðulegri múnderingu en það gerir venjulega – Og fer jafnvel í slag í lyftum (Jay-Z og Solange Knowles 2014).

Á mánudagsnótt gerðist þó ekkert alvarlegt – Engin slagsmál að minnsta kosti. Við á Menn.is birtum þó þessa grein um allar stjörnurnar á rauða dreglinum og þessa um rassanna á Kim Kardashian og Jennifer Lopez.

Það sem okkur þykir aftur á móti skemmtilegast var þetta hér,

Justin Bieber var staddur á dansgólfinu í eftirpartýi á vegum söngkonunnar Rihönnu og var með stúlku í takinu. Kemur þá ekki refurinn Leonardo DiCaprio og laumar sér á milli þeirra! Myndbandið er tekið af Snapchattinu hjá rapparanum Tyga.

Bara lítil áminning um að við erum alltaf í #TeamLeo