Forsíða Afþreying Lenti í bílslysi og SAUTJÁN kærustur mættu á sjúkrahúsið … #úps!

Lenti í bílslysi og SAUTJÁN kærustur mættu á sjúkrahúsið … #úps!

_82143405_china1

Það er hluti af starfi mínu sem ritstjóri Menn.is að ég eyði meiri tíma á internetinu en ég þori að viðurkenna …

Og með reynslu minni hef ég tekið eftir allskonar mynstri. Ég hef komist að því að frá Rússlandi kemur allt það klikkaðasta, sjúkasta og hættulegasta.

Frá Japan kemur allt sem er skrítið, oftast tengt kynferðislegu blæti.

En frá Kína koma svo sannarlega skrítnustu fréttirnar um sambönd og ástarmál.

Í frétt á vef BBC er fjallað um mann frá Changsha í Kína sem kom sér í frekar vandræðalegar aðstæður eftir að hann lenti í bílslysi. En í kjölfar slyssins heimsótti kærastan hans á sjúkrahúsið, eða réttara sagt kærusturnar hans – Allar 17!!!

Þá kom í ljós að maðurinn hafði haldið uppi sambandi og flakkað á milli 17 kvenna á sama tíma til þess að fullnægja þörfum sínum. Á meðal kvennanna var ein kona sem sagðist hafa verið í sambandi með manninum í 9 ár.

Þeir eru líklega ekki margir sem hefur verið „dömpað“ 17 sinnum sama daginn en þessi vinur okkar er líklega einn þeirra!