Forsíða Afþreying Leikarnir í Predator segja hvernig þeir heiðra upprunalegu myndina – Komin í...

Leikarnir í Predator segja hvernig þeir heiðra upprunalegu myndina – Komin í bíó á Íslandi!

Myndin Predator kom fyrst út árið 1987 – þar sem Arnold Schwarzenegger sló rækilega í gegn – enda myndin vel klassísk – og mikið vitnað í hana í gegnum tíðina.

Leikararnir mættu á Comic Con og útskýrðu fyrir Kevin Smith. hvernig myndin sem heiðrar forvera sinn.

Myndin er frumsýnd hér á landi í dag 14. september – og því um að gera að kíkja og sjá hvernig til hefur tekist.

Þetta segir um myndina:

Hættulegustu villidýr alheimsins eru nú orðin sterkari, snjallari og lífshættulegri en nokkru sinni fyrr, en þau hafa nú erfðabreytt sér með erfðaefni úr öðrum tegundum. Þegar ungur drengur fyrir slysni verður valdur að endurkomu þeirra til Jarðar, þá eru þeir einu sem geta veitt mótspyrnu og bjargað mannkyninu, mislitur hópur fyrrum hermanna, og mislyndur raungreinakennari.

Myndin fær frábæra dóma á Imdb.com – og heldur enga til baka enda er hún Rated R í Bandaríkjunum – sem þýðir að hún er bönnuð innan 17 ára þarlendis. Stimpill sem flestar myndir reyna að forðast til að höfða til sem flestra – en Predator er aðeins fyrir hina allra hörðustu.

Shane Black handritshöfundur hennar dró ekkert undan á Twitter þegar hann útskýrði af hverju hún væri Rated R:

„And, just to be clear… PG-13 is for pussies. Spines bleed… a lot.“

Við látum vera að þýða þetta – bara þeir fari sem þora …