Forsíða Lífið Leiðinlegur þjófnaður í Grafarvoginum skilur 6 ára strák eftir í tárum –...

Leiðinlegur þjófnaður í Grafarvoginum skilur 6 ára strák eftir í tárum – Getur þú hjálpað Hilmari Breka? – MYNDIR

Það er svolítið skrýtið hvernig hjólið hans Hilmars Breka var tekið frá honum og að það hafi verið það eina sem var tekið – en þessi leiðinlegi þjófnaður skildi hann eftir í tárum.

Getur þú hjálpað honum að finna það? Þar sem að hjólið hans ætti að vera auðfundið út frá lýsingum þá verður þessi grein og umfjöllun vonandi til þess að það verður ekki falið frá honum.

Í morgun hélt Hilmar Breki af stað út í daginn glaður og ànægður á leiðinni að hjóla í skólann eins og hann gerir flesta daga. Það breyttist hins vegar fljótt í mikinn grát og mikla sorg þar sem hann kom að lásnum sínum klipptum í sundur og hjólið hans var HORFIÐ!! 😭
Hann læsti hjólinu sínu í gær þegar hann kom heim fast við mitt hjól niðri í bílastæðinu okkar í upplýstri opinni bílageymslu. Helgi kom svo heim uppúr 21 í gærkvöldi og lagði bílnum fyrir aftan hjólin en þau eru geymd innst í stæðinu. Þá tók hann sérstaklega eftir því að Hilmar hafði læst hjólinu sínu við mitt hjól. 10 tímum síðar er búið að klippa á lásinn og stela hjólinu en mitt hjól var látið eiga sig.
Hjólið hans Hilmars Breka er svart og appelsínugult Trek hjól og læt ég fylgja mynd af því með ásamt klippta lásnum. Það er auðvelt að þekkja hjólið hans frá öðrum eins hjólum þar sem það er búið að skipta um aðra handbremsuna og eru þær því ekki alveg eins báðum megin. Einnig er smá rifa á hnakknum á hjólinu.

Endilega deilið póstinum að vild, lítill 6 ára strákur yrði afar þakklátur fyrir það ❤️

Helgi Már

Sara deildi þessari færslu svo í Facebook grúppuna „Íbúar í Grafarvogi“:

Miðja