Forsíða TREND Leiðinlegt að segja þér það, en þessi 3 ára gutti er líklega...

Leiðinlegt að segja þér það, en þessi 3 ára gutti er líklega svalari en ÞÚ! – MYNDIR

Tískan breytist á ógnarhraða og það getur verið erfitt að líta stöðugt vel út – En ef þú ættir að sækja innblástur frá einhverjum – Fylgstu þá með tískubloggaranum Jacob sem er aðeins yngri en flestir kollegar sínir!


 

Jebb, hann er rétt rúmlega 3 ára gamall og hann á heila 44 þúsund aðdáendur á Instagram!

Mamma Jacobs er tískubloggarinn Shaine Wong og sú hefur aldeilis gert son sinn að stjörnu! En það sem kemur flestum á óvart er að Shaine segir að sonur sinn velji gjarnan á sig föt sjálfur!

„Já! Venjulega vel ég eitthvað á hann en hann hefur ýmislegt um það að segja. Hann á til dæmis nokkur pör af skóm fyrir mismunandi tilefni og hann velur sér oftast skó sjálfur sem honum finnst passa við útlitið“.

Þetta er náttúrulega eitt það grillaðasta … Hann er 3 ára og það verður að teljast ólíklegt að þú sért svalari en þetta!

Þetta er Jacob, 3 ára tískulögga sem á fleiri vini á Instagram en þú! (WTF?)


Jacob á 44 þúsund fylgjendur á Instagram …


… af því að hann er með rosalegt tískuvit!


En þegar hann er ekki að sitja fyrir á ljósmyndum þá er hann ýmist að leggja sig á fyrsta farrými …


… að plötusnúðast …


Eða að keyra um á nýjasta BMW bílnum sínum!


Svalur?


Hann hjálpar meira að segja til við að vinna myndirnar sínar!


Ef við ættum að lýsa Jacob með einu orði? – SWAG!


Og hann er ekki bara á Instagram – Heldur í tískublöðum líka!


Ætli hann verði næsta karlkyns ofurfyrirsætan?


Þetta er honum að minnsta kosti í blóði borið … þetta er hann ásamt frænda sínum!


Svo ef þú ert í einhverjum tískuvandræðum, fylgstu með Jacob á Instagram!