Forsíða Hugur og Heilsa Lauren hætti að hamast á brettinu og svelta sig – Lyfti ÞUNGU...

Lauren hætti að hamast á brettinu og svelta sig – Lyfti ÞUNGU og sjáðu bara muninn!

Lauren Simpson býr í Sydney í Ástralíu og hún var með fitness á heilanum. En hún átti í óheilbrigðu sambandi við megrunarkúra og hreyfingu.

„Ég var í undirvigt, óheilbrigð og var að keyra sjálfa mig í kaf með klukkutímum saman af þolæfingum og lélegu mataræði“, skrifaði hún á vefsíðu sína.

„Ég ýtti líkama mínum að mörkunum með því að reyna á hann með of fáum kalóríum og of mikilli hreyfingu.“

Lauren tók sjálfa sig svo á – fór að leyfa sér að borða meira – fór að leyfa sér að lyfta þungu og bæta á sig kílóum.

„Það var erfitt í byrjun að sleppa tökunum, en í dag er ég svo miklu heilbrigðari en ég nokkru sinni var.“

Og munurinn er augljós. Kröftugur líkama og heilbrigð sál. Vel gert!