Forsíða TREND Kynlífsbloggarinn Kristel Kara birtir kommentin af fólkinu sem drullar yfir hana

Kynlífsbloggarinn Kristel Kara birtir kommentin af fólkinu sem drullar yfir hana

Kynlífsbloggarinn Kara Kristel Ágústsdóttir tók saman verstu ummæli sem um hana hafa verið skrifuð – og birtir þau á Instagram-síðu sinni ásamt nafni þess sem skrifar athugasemdina. Hún útskýrði tilganginn betur á Facebook-síðu sinni – en skrifin og myndirnar má sjá hér að neðan.

„Eins og flestir sem fylgjast með mér vita, þá hafa commentakerfin undir öllum fréttaveitum af öllum fréttum um mig seinustu mánuði verið on fire. Það er svosem alls ekki nýtt enda loga commentakerfin undir nánast öllum fréttum. Fólk hefur verið að spyrja afhverju, og hér er afhverju: Einhverstaðar þarna úti eru stelpur sem vantar eitthvern að segja þeim hluti, 16 ára körur. Þær tengja við það sem ég segi, þær lesa svo commentin og gætu tekið það inn á sig það sem fólk segir um mig, því þær tengja.Það er tjáningarfrelsi á landinu, en hvenær breytist tjáningarfrelsi í almennann dónaskap, neteinelti eða vanvirðingu. Fólk áttar sig ekki oft á því að commentakerfin eru undir nafni, nafni sem allir geta séð,“

„Fyrir nokkrum árum hefði ég brotnað niður og hætt við að sjá eitt comment, ég er heldur betur ekki þannig í dag, það eru fleiri hundruð comment sem ég er með á lager um mig. Með þessu framtaki mínu er ég að vekja athygli á því að það er alls ekki bara “unga” kynslóðin sem kann ekki á netið, það er alls ekki bara í grunnskólum og menntaskólum sem fólk er ógeðslegt á netinu. Það er fólk á öllum aldri sem kunna sig ekki. Fólk sem er raunverulega hamingjusamt með sjálft sig er ekki að commenta skít undir fréttir af öðru fólki, og tek það aftur fram ég er alls ekki að tala bara um fréttir af mér,“ skrifar Kara.

Caption commentin sem ég er að setja undir myndirnar eru með nöfnum frá þeim sem skrifuðu þau, í von um að fólk hugsi málin sín aðeins og skoði aðeins vandamálið, sem er oftar en ekki innra með þeim. Ég er ekki vandamálið haha.

„Ég hugsa mikið “Hvað myndi Bjarni Ben gera” því sá maður hefur fengið heldur betur skít yfir sig, og svarið er ekkert. Því honum er sama. Mér er sama. En mér er ekki sama um fordæmið sem commentakerfin eru því sem unglingur lenti ég sjálf mikið í neteinelti. Og mér er ekki sama um þá krakka sem eru að lenda í því í dag,“ skrifar Kara.

Miðja