Forsíða TREND Kynlífsbloggarinn Kara stofnaði hópspjall á Facebook með öllum strákunum sem hún hafði...

Kynlífsbloggarinn Kara stofnaði hópspjall á Facebook með öllum strákunum sem hún hafði sofið hjá

Kynlísbloggarinn Kara kom í Brennsluna á FM957 – þar sem hún tjáði hlustendum frá því að hún hefði stofnað hópspjall með öllum strákum sem hún hefði sofið hjá á árinu.

Menn höfðu víst engan rosa áhuga á því samtali – og kusu flestir að yfirgefa hópinn við þá kveðju.

Hún sagði í þættinum:

„Nýja árið byrjaði á því að ég gerði „group chat“ með strákunum sem ég svaf hjá 2017 og óskaði þeim til hamingju með árið og eitthvað. Ég var að þakka þeim fyrir því ég er búin að vera að blogga um þá. Þægilegra að senda þeim öllum í einu en ekki senda spes skilaboð. Þeir geta stofnað stuðningshóp en þetta var frekar vandræðalegt, bara „leave group“, „leave group“. Einn sendi mér skilaboð persónulega og sagðist ekki alveg til í þetta. Ég endaði skilaboðin á því: „Sjáumst líklega ekki á árinu 2018“.“

Góð pæling – spurning að taka saman stóra listann og þakka fyrir síðasta áratug!