Forsíða Hugur og Heilsa Kristófer Nökkvi er með flottasta skegg landsins!

Kristófer Nökkvi er með flottasta skegg landsins!

flottastaskeggíslands (1)

Nú síðastliðinn mánuð hefur keppnin um ‘Flottasta Skegg Íslands 2015’ farið fram hér á Menn.is

Yfir 150 skráningar og ábendingar bárust skrifstofu um síðustu mánaðarmót. Það kom í hlut dómnefndar að velja 10 skörpustu þátttakendur leiksins en þjóðin og sjálfir lesendur Menn.is tóku að sér það mikla verkefni að kjósa hver hefði nú flottasta skeggið af þeim öllum.

Eftir að tæplæga 7000 atkvæði komu í hús stóð Kristófer Nökkvi Sigurðsson frá Egilsstöðum uppi sem sigurvegari með hvorki meira né minna en 26% atkvæða.

11178523_893915240666397_75422328_nKristófer er búinn að safna skeggi síðan árið 2013 en segist hafa sótt skegginnblástur til Ásgeirs Barkar, félaga síns og leikmann Fylkis.

Kristófer segir það ansi ólíklegt að hann leyfi skegginu að fjúka á næstunni enda mikil pressa að vera handhafi titilsins, ‘Flottasta skegg landsins’. Hann er þó á leið í svokallaða ‘Interrail’ evrópureisu í júlí þar sem hitinn í Króatíu á eflaust eftir gera skeggið ansi heitt.

„Ef ég raka mig eftir reisuna verð ég náttúrulega eins og Homblest kexkaka því sólin nær ekkert í gegnum skeggið,“ sagði Kristófer hress en hann taldi ólíklegt að hann myndi geta rakað sig fyrir ferðina þó það væri nú ráðlegt.

Kristófer fór ekki tómhentur heim en verðlaunin fyrir keppnina voru merktur bikar frá Menn.is og „Flottasta skeggi Íslands 2015″, Klippingu og skeggsnyrtingu frá Sjoppunni, Mennska skeggolíu, út að borða fyrir tvo á Steikhúsið, flösku af Bulleit viskí og sérstakt skeggsnyrtisett frá fatabúð Kormáks og Skjaldar.

Við óskum Kristóferi innilega til hamingju með titilinn og óskum honum og skegginu alls hins besta á evrópuferðalaginu!

Kristófer Nökkvi Sigurðsson