Forsíða Afþreying Krakki rústar 1,8 milljón króna LEGO styttu klukkutíma eftir opnun á sýningu...

Krakki rústar 1,8 milljón króna LEGO styttu klukkutíma eftir opnun á sýningu – MYNDIR

Krakkar eru klaufskir og geta bara ekkert gert í því, þó svo að þeir reyni að fara varlega þá bara einhvern veginn tekst þeim alltaf að skapa vandræði.

Það er einmitt það sem gerðist hjá þessum krakka, nema hvað að klaufska hans olli nokkuð dýrum skemmdum.

Þetta var ekki bara einhver skál eða myndarammi, í þetta skiptið var það 1,8 milljón króna LEGO stytta af refinum Nick úr Zootopia og hann gjöreyðilagði hana.

Svona leit hún út fyrir sýningu, ásamt listamanninum sem bjó hana til.

Flottur á því!
En ekki lengi…

Sýningin hafði verið opin í sirka klukkustund þegar óhappið varð. Listamaðurinn sem hafði byggt styttuna hafði verið í þrjá daga að gera hana en það tók forvitnar hendur ekki nema nokkrar sekúndur að stúta henni.