Forsíða Hugur og Heilsa Krabbameinsrannsóknir benda til að það sé öruggara að vape-a en að reykja...

Krabbameinsrannsóknir benda til að það sé öruggara að vape-a en að reykja – Myndband

Á síðastliðnu ári hafa vinsældir vape-sins aukist í miklu magni.  Nýjar krabbameinsrannsóknir frá Bretlandi benda til að Vape-ið sé mun öruggara en sígaretturnar.

Rannsóknin sýndi að einnig gæti vape-ið dregið úr sígarettu þörfinni og hjálpað fólki að hætta að reykja sígarettur.

Við ræddum við Braga hjá veipversluninni Djáknanum til að fá hans upplifun af sínum viðskiptavinum. Hvernig upplifir hann sína kúnna? Líður fólki betur eftir að það færir sig úr tóbaki?

„Við tökum eftir því hvað okkar viðskiptavinum líður mun betur þegar þau hafa hætt að nota tóbak og farið að veipa. Sjálfur upplifði ég stóran mun við að skipta og leið miklu betur.“