Forsíða Lífið Köttur fær „hundur ársins“ verðlaun fyrir að bjarga litlum strák frá trylltum...

Köttur fær „hundur ársins“ verðlaun fyrir að bjarga litlum strák frá trylltum hundi! – MYNDBAND

Hundur ásrsins eru verðlaun sem venjulega er færð hundi sem unnið hefur hetjudáð, bjargað mannslífi eða eitthvað slíkt.

Að þessu sinni var breytt út af vananum og kötturinn Tara fékk verðlaunin en hún bjargaði litlum eiganda sínum frá hundi nágrannans. Hundurinn réðist á litla drenginn af tilefnis lausu og þurfti hann 8 spor í fótinn.

Myndband af atvikunu má sjá hér að neðan og það er vægast sagt MAGNAÐ að sjá köttinn koma sprettandi og hjóla í hundinn!