Forsíða TREND Konur eru líklegri en karlar til að vera tvíkynhneigðar og skipta oftar...

Konur eru líklegri en karlar til að vera tvíkynhneigðar og skipta oftar um skoðun

Skoðanakönnun meðal 9000 ungmenna hefur sýnt fram á konur eru líklegri en karlar til að stimpla sig „að mestum hluta gagnkynhneigðar“ og halda kynhneigð sinni þannig opinni. Frá rannsókninni er greint á vefsíðunni TheDailymail og þar segir einnig að þær séu líklegri til þess að skipta um skoðun á kynhneigð sinni. Flestar konurnar sögðu þær breytingar hafa átt sér stað á milli tvítugs og þrítugs.

Á meðan sagðist meirhluti karla vera 100% gagnkynhneigður eða 100% samkynhneigður. Þeir löðuðust mjög sjaldan að báðum kynjum.

Rannsóknin var gerð í Notre Dame háskólanum í Indiana og segja aðstandendur hennar að niðurstöðurnar bendi sterklega til þess að kynhneigð kvenna sé ekki jafn meitluð í stein og kynhneigð karla. Women are more likely to define themselves as bisexual, or ‘mostly heterosexual’. Hollywood actress Angelina Jolie had a love affair with a woman before she married Brad Pitt

Angelina Jolie átti í ástarsambandi við konu áður en hún giftist Brad Pitt og Amber Heard einnig áður en hún giftist Johnny Depp.Actress Amber Heard had a long-term relationship with a female photographer before marrying Johnny Depp