Forsíða TREND Kona sýndi SLÁANDI myndir af aukahúð – Missti hálfa líkamsþyngd sína á...

Kona sýndi SLÁANDI myndir af aukahúð – Missti hálfa líkamsþyngd sína á aðeins 11 mánuðum! – MYNDIR

Þegar einstaklingur hefur þyngst mikið og missir síðan þyngdina aftur getur setið eftir mikil aukahúð og fyrir marga getur þetta verið einstaklega óþægilegt.

Simone Anderson ákvað að notað aukahúðina sem heiðursmerki um alla erfiðisvinnuna sem hún hafði lagt á sig til að losna við aukakílóin.

Hún ákvað að taka til í lífinu eftir að hafa þyngst mikið og deildi ferðinni á Instagram í von um að hvetja aðra til þess að fylgja hennar fordæmi.

Að vana fylgdu í kjölfarið fylgjendur sem höfðu ekki mikið fallegt að segja og sögðu þetta hraða fitutap vera plat.

Henni þótti, skiljanlega, mjög leiðinlegt að fólk væri að draga alla erfiðisvinnu hennar í efa og ákvað að þagga niður í þessum neikvæðnis röddum með því að deila mynd af allri auka húðinni sem sat eftir:

Hún sagðist hafa verið mjög hrædd við að deila myndinni og það hafi tekið hana 6 daga að vinna sér inn kjark til þess.

Simone fór á endanum í aðgerð til þess að losa sig við alla auka húðina ásamt brjóstaaðgerð.

Fylgjendur Simone höfðu boðist til þess að greiða fyrir aðgerð handa henni, sem hún þáði ekki fyrr en hópur fylgjenda ákváðu að leggja til 1-2 dollara hver.

Þá lagðist hún undir hnífinn.

Hún þarf enn að hlusta á nettröll sem telja að saga hennar sé eintóm lygi, þrátt fyrir allar sannanirnar sem hún hefur lagt fram.

Simone er samt hætt að taka mark á þeim og heldur áfram sínu striki.