Forsíða Lífið Kom að INNBROTSÞJÓF í kjallaranum hjá sér – Fór á milli húsa...

Kom að INNBROTSÞJÓF í kjallaranum hjá sér – Fór á milli húsa í Vesturbænum og ætlaði sér að ná einhverju!

Hún Hrönn Sveinsdóttir sagði frá því í Facebook hópnum Vesturbærinn þegar maðurinn hennar kom að innbrotsþjóf í kjallaranum þeirra um 7:30 um morguninn.

Ekki nóg með það heldur voru fleiri í Vesturbænum sem urðu fyrir þessum þjóf á svipuðum tíma og þau sögðu frá því í ummælunum fyrir neðan.

Kæru vesturbæingar. Um kl 7:30 í morgun fann maðurinn minn innbrotsþjóf í þvottahúsinu í kjallaranum. Hann hafði verið að athafna sig eitthvað á efri hæðinni líka, búinn að rífa öll raftæki úr sambandi og fara í lyfjaskáp, taka til allskonar dót sem hann ætlaði að taka með sér. Maðurinn minn rak hann út. En hann virðist hafa komist inn um þvottahúsglugga í kjallara, mjög lítinn glugga sem var lokaður, en ekki kræktur í nótt. Svo ég er að spá hvort einhver annar hafi fengið óboðinn gest í nótt og sé kannski ekki búinn að taka eftir því? Eða hvort þið sáuð mann í svartri peysu að sniglast í görðunum milli Ásvallagötu og Hringbrautar í morgun? Við erum á Hringbraut 102.

Miðja