Forsíða Lífið Kjóllinn þótti of glyðrulegur fyrir ballið – svo hún þurfti að fara...

Kjóllinn þótti of glyðrulegur fyrir ballið – svo hún þurfti að fara í kápu – Mynd

Gabi Finlayson 15 ára nemandi við Lone Peak High School í Utah mætti á skólaball um daginn í þessum fallega kjól, innblásnum af kvikmyndastjörnunni Audry Hepburn og hennar stíl. Gabi fannst kjóllinn fallegur og datt ekki til hugar að einhverjum ætti eftir að þykja kjóllinn „gálulegur“ þar sem hann er síður og flaggar ekki svo mikið sem broti af skoru. En þar hafði hún aldeilis rangt fyrir sér.
2520B1E100000578-0-image-a-1_1422413527375Hún var varla búin að heilsa samnemendum sínum úr skólanum þegar hún var rekin út af ballinu til þess að sækja kápuna sína, sem hún þurfti að klæðast utan yfir kjólinn allt kvöldið. Svo strákarnir sæju ekki axlirnar á henni og „færu að hugsa óhreinar hugsanir um líkama hennar“. Móðir Gabi hefur stigið fram og bent á að með þessum reglum er í rauninni verið að kyngera ungar stúlkur svo ekki sé minnst á að kenna þeim að skammast sín fyrir líkama sinn! Gabi stingur uppá því að í stað þess að kenna stelpum að fela líkama sinn ættum við að kenna strákum að konur séu ekki kynferðislegir hlutir til að fara með einsog þeir vilja. – Við erum sammála Gabi og mömmu hennar.