Forsíða Íþróttir Khabib biðst AFSÖKUNAR – Bardagi Conor og Khabib endaði eins og sirkúsatriði!...

Khabib biðst AFSÖKUNAR – Bardagi Conor og Khabib endaði eins og sirkúsatriði! – MYNDBAND

Einn svakalegasta UFC bardagi allra tíma endaði eins og sirkúsatriði þegar að Conor McGregor mætti honum Khabib Nurmagomedov á laugardaginn í UFC 229.

Bardaginn sjálfur var magnaður og Khabib náði að vinna bardagann í fjórðu lotu með ótrúlegu hálstaki sem Conor þurfti að tappa sig út úr – en það sem eftir kom var bara algjört rugl.

Khabib endaði með að stökkva út í áhorfendasalinn eftir bardagann, alveg brjálaður og byrja næstu slagsmál. Á meðan komu tveir menn úr liði Khabib inn í hringinn og réðust á Conor – komu aftan frá og lömdu hann í hausinn.

Þetta var eitthvað eins og úr bandarísku Wrestling – það vantaði bara Hulk Hogan.

Khabib mætti á blaðamannafund eftir þetta og baðst afsökunnar á því sem hann gerði – eða svona „fyrirgefðu-ekki fyrirgefðu“ afsökun einhverja.

Forseti UFC var engan veginn sáttur við atvikið og er á því að Khabib sé í vondum málum – þar sem að íþróttaráð Nevada gæti sektað hann alvarlega og kært fyrir þetta.

Fylkisstjóri Nevada er í ráðinu og hann var á staðnum og þurfti að flýja vettvanginn þegar að slagsmálin byrjuðu – svo hann er skiljanlega ekki sáttur.

Irishman McGregor had no answer to Nurmagomedov's grappling approach as he was taken down round after round

Þetta er hræðilegt fyrir UFC samtökin sjálf sem líta ekki út fyrir að vera fagmannleg eftir það sem Conor gerði í New York og svo þetta.

If there were any doubts about the ill-feeling between the pair, the post-fight melee showed how personal this bout became

Já ég er farinn að halda að þeir hafi tekið svona WWF Wrestling próf og tekið niðurstöðunum of alvarlega…

Miðja