Forsíða Lífið Kengúra og svín eiga í ástarsambandi – en hvað segir gæsin? –...

Kengúra og svín eiga í ástarsambandi – en hvað segir gæsin? – Ekki fyrir viðkvæma!

Af því heimurinn er stundum ekki alveg nógu furðulegur staður – þá er gott að kasta inn svona innslögum eins og þessum.

Doktors nemandinn Ryan Frazer frá Sydney varð vitni að innilegum ástaratlotum kengúru og svíns.

„Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri hægt“ sagði Ryan eftir að hafa séð dýrin saman í Aileron, nærri Alice Springs.

„Svíninu virtist vera skítsama meðan á þessu stóð. Við veltum fyrir okkur af hverju í fjandanum við værum að horfa á þetta, taka myndir og fylgjast með.“

En það er nú það sem þeir gerðu samt – og þetta varð niðurstaðan.

Myndin sem Ryan tók er síðan sú furðulegasta í sögunni. Kengúra í ástaratlotum með svíni – á meðan gæsin horfir á – og svo er einhver maður með spjót uppi á hæðinni.