Forsíða Lífið Katy var skilin eftir við altarið – Seldi ALLT til að ferðast...

Katy var skilin eftir við altarið – Seldi ALLT til að ferðast um heiminn!

Það að vera skilin eftir við altarið er örugglega með því ömurlegra sem getur komið fyrir þig. Það er með öllu óskiljanlegt að fólk sjái ekki sóma sinn í því að láta makann vita að þetta sé ekki það sem það vill fyrr en búið er að græja eitt stykki búðkaup.

Allir komnir í sparifötin og bíða bara en aldrei mætir makinn.

Þetta kom fyrir hina þrítugu Katy Colins og hún ákvað stuttu eftir atvikið að selja allar sínar eigur og fara í bakpokaferðalag um Asíu.

Hún hafði ekki hugmynd um það þegar hún lagði af stað – en ferðin átti eftir að enda með útgáfu bókar!

Hún bloggaði um ferðalagið og stuttu eftir að hún ákvað að setjast að í litlum bæ í Frakklandi þá hafði bókaútgáfa samband við hana.

„Það var alltaf draumur minn í æsku að verða rithöfundur svo draumurinn rættist,“ segir Katy. Hún mælir með því að allir sem lendi í ástarsorg láti drauma sína rætast!

Hér má sjá forsíðu bókarinnar sem Katy skrifaði.