Forsíða Hugur og Heilsa Karlar eru í raun tilfinninganæmari en konur!

Karlar eru í raun tilfinninganæmari en konur!

Screen Shot 2015-06-20 at 13.09.19Samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var við Mindlab bendir allt til þess að karlar búi yfir meiri tilfinningum en konur. Tilraunin var gerð á 15 konum og 15 körlum. Karlarnir höfðu strekari tilfinningaleg viðbrögð við myndum í öllum tilvikum.

Paul Hudson skrifar grein um þetta á vefsíðuna Elite Daily og hér að neðan má lesa hugleiðingar hans um þessar nýju niðurstöður.

Körlum hefur verið kennt að halda tilfinningum sínum út af fyrir sig.

Það eru vafalaust karlar þarna úti sem voru aldir upp við að það væri eðlilegur hlutur að tala um tilfinningar sínar. En meira að segja þessi einstaklingar þurfa síðan að fara út í lífið og horfast í augu við samfélag sem vill að þeir byrgi tilfinningar sínar inni.

Okkur er kennt að tilfinninga næmni sé veikleika merki. En það er eiginlega þver öfugt þegar þú hugsar út í það. Ungum drengjum er kennt að skammast sín fyrir tilfinningar sínar svo þeir stækka og verða menn sem kunna ekki að takast á við þær.

Karlar eru oftar með stærri egó en konur.

Hvort þetta er af líffræðilegum ástæðum, eða lærð hegðun telst ekki sannað þó líkur leiði að því að hið síðara sé satt. Þannig hefur þróunin einfaldlega orðið vegna þess að karlar njóta fleirri tækifæra en konur. Þeir geta gert meira án þess að þurfa að vinna jafn mikið fyrir því vegna þess að samfélagið ætlast til þess af þeim.

Þetta skapar að sjálfsögðu þá pressu að þú verðir að standa þig og gerir þú það ekki, þá er eitthvað að þér. Með stærri markmiðum og væntingum koma líka fleiri vonbrigði og mistök, að hluta til upplifa karlar fleiri tilfinningar en konur af þessum völdum, því þeim mistekst oftar.

Screen Shot 2015-07-13 at 10.40.42Karlar eru ekki samþykktir þegar þeir eru tilfinningasamir.

Árum saman hafa karlar verið gagnrýndir fyrir að vera hjartalausir og fyrir að sýna tilfinningum kvenna ekki skilning. Sannleikurinn er sá að þeir skilja ekki hversvegna konur fylgja ekki sömu reglum og þeim var kennt að fylgja og halda tilfinningum sínum útaf fyrir sig.

Ekki gráta, ekki vera leiður, ekki kvarta. Vertu karlmaður – tilfinningalaus, þrjóskur karlmaður. Ekki allir menn, en flestir.

Körlum var kennt að tilfinningar eru veikleika merki. Konum var kennd andstæðan, hvað fáum við út úr því? Karla sem líta á konur sem veikgeðja og konur sem þola ekki að litið sé á þær sem veikgeðja fyrir eitthvað sem þeim finnst eðlilegur hlutur.

Með nýrri kynslóð koma nýjir tímar og við erum farin að sjá karla í meira mæli opna sig tilfinningalega og konur með stærri egó eru samþykktar í samfélaginu. Kynjahlutverkin eru að breytast.

Dag einn munum við vonandi finna jafnvægið og karlar, til jafns við konur, geta talað um tilfinningar sínar eins og þeim lystir.