Forsíða Lífið Karen Hrund er 15 ára og ólétt – Finnur fyrir fordómum

Karen Hrund er 15 ára og ólétt – Finnur fyrir fordómum

Karen Hrund er 15 ára stelpa að verða 16 og er frá Akureyri. Hún er ólétt og komin 34 vikur á leið. Karen hefur fundið fyrir fordómum frá fólki vegna ungs aldurs. Það er að mörgu að huga þegar á meðgöngu ekki síst þegar maður er 15 ára gömul.

„Fjölskyldan mín tekur þessu mjög vel, þau eru mjög hjálpsöm og alltaf til staðar. Virkilega tillitsöm þó þetta hafi auðvitað verið smá sjokk fyrir þau í byrjun. Nú eru þau bara algjört æði og allir eru spenntir. Ég og barnsfaðir minn erum saman og við búum saman“. – Karen

„Það er mjög misjafnt hvernig fólk er búið að taka þessu. Ég er búin að fá mjög mikið af ljótum skilaboðum eins og að þetta sé ógeðslegt, ég sé ekki tilbúin í þetta og fólk er búið að setja út á það að kærastinn minn er 5 árum eldri en ég. En ég er auðvitað líka búin að fá mikið af jákvæðum skilaboðum þar sem er verið að sýna mér stuðning og svoleiðis. Fordómarnir eru búnir að minnka eftir að ég byrjaði að tala um óléttuna og mitt daglega líf á Snapchat. Þar segi ég mína sögu og leyfi fólki að fylgjast með mér“. – Karen

Þeir sem vilja fylgjast með Kareni á Snapchat geta addað henni þar. Notendanafnið hennar er Karenhrund.