Forsíða Lífið Kærastan sagði að hann væri barnalegur – Þannig að hann byggði virki!

Kærastan sagði að hann væri barnalegur – Þannig að hann byggði virki!

Hver hefur ekki lent í því að vera bara að sinna sínum daglegu skyldum þegar kæró vill allt í einu fara að eiga „alvarlegt“ samtal.

Ungur Bandaríkjamaður lenti í nákvæmlega þessu og þegar kærastan kallaði hann barnalegan byggði hann þetta myndarlega virki. 

Hann setti síðan auglýsingu á vefsíðuna craigs list þar sem hann segir að þar sem kærastan vissi ekki lykilorðið til að komast inn í virkið sé þar nú laust pláss.

Hann segir að hann sé einnig með varðhund sem stendur vörð um virkið, nema einhver eigi leið hjá með pizzu. Þá sé hundurinn gagnslaus.

Stelpur eru ekki leifðar í virkinu, nema þær komi með pizzu!