Forsíða Lífið „Kærastan mín hatar hundinn minn“ – Helgi þarf að velja á milli...

„Kærastan mín hatar hundinn minn“ – Helgi þarf að velja á milli hunds og kærustu!

Við fáum oft senda pistla og játningar á netfangið [email protected]. Þennan pistil fengumvið sendan í dag og bað sendandi um að fá að koma fram undir dulnefni. Fólk getur komið okkur á óvart, þó við teljum okkur þekkja það vel og það sannast í þessari sögu.

„Ég hitti Siggu í partýi hjá vini mínum. Við spjölluðum allt kvöldið og enduðum með að fara heim saman, bara eins og fólk gerir á Íslandi í svona partýum.
Daginn eftir bað ég um númerið hennar og við byrjuðum eigilega bara strax á deita.

Ég á Labrador hund sem er 7 ára og mér þykir mjög vænt um og er mjög háður honum. Fyrsta skipti sem Sigga kom heim til mín og hitti hann var ég mjög spenntur. Ég var búinn að segja henni að ég ætti hann og hún sagði að henni finndust hundar mjög skemmtilegir og það var bara alltí góðu. Síðan þegar hún hitti hann þá var svona eins og hún vildi ekki vera nálægt honum og ég hélt kannski bara að hún væri hrædd við hann eða eitthvað þannig og talaði við hana og sagði að hann væri mjög góður. Hún sagði bara eitthvað að hún þurfti að venjast honum.

Þannig að ég var ekkert stressaður með þetta mál. En síðan fattaði ég svona smá með tímanum að henni var eigilega ekekrt vel við hundinn minn en ég hélt líka kannski ekkert endilega að ég og hún mundum byrja saman. En síðan gerðum við það og núna erum við búin að vera saman í 5 mánuði og hún er flutt inn til mín því hún missti sína íbúð.

Og þá gerðist sprengjan. Hún vill að ég gefi frænku minni hundinn minn. Hún er búin að segja að hún þolir ekki hundinn. Frænka mín er mjög veik og ég veit alveg að hún kann að meta að fá félagsskapinn af hundinum en ég tími ekki að gefa hann frá mér.

Farið varlega í að meta hvernig manneskja er áður en þið verði ástfangin af einhverjum.“