Forsíða TREND Justin Bieber á leið í fangelsi í Argentínu?

Justin Bieber á leið í fangelsi í Argentínu?

Dómari í Argentínu hefur gefið út handtökuskipun á hendur Justin Bieber. Stígi hann fæti á land í Argentínu hefur lögreglan fyrirskipanir um að handtaka hann hið snarasta! 

Kæran hljóðar upp á að hann hafi í Október árið 2013 skipað lífverði sínum að ráðast á ljósmyndara. Árið 2014 var honum svo skipað að mæta á lögreglustöð og skýra mál sitt en það hafi hann ekki gert.

Talsmenn Bibersins segja málið uppgert en dómstólar í Argentínu virðast ekki vera sammála.