Forsíða Bílar og græjur Jónína setti UMDEILDAN status um rafbíla – og allt sprakk!

Jónína setti UMDEILDAN status um rafbíla – og allt sprakk!

Hún Jónína Baldursdóttir setti inn umdeildan status um rabíla og það er óhætt að segja að allt hafi sprungið í kjölfarið.

Þegar þessi grein er skrifuð er búið að deila henni 267 sinnum og 79 ummæli komin við færsluna hennar – sem verða pottþétt fleiri.

Í Facebook færslunni þá kom Jónína með þvílíkar yfirlýsingar um ókosti rafbíla, án þess að koma með neitt því til stuðnings – og fólk var fljótt að benda á ýmsar rökvillur þegar kom að málflutningi hennar. 

En það voru ekki allir á því að hlusta á það, því sumir tóku boðskapi Jónínu fagnandi – og úr varð þessi svakalegi þráður. Við mælum með að smella á hann og lesa til afþreyingar.

Ekki gleyma poppinu:

Read Comments Michael Jackson GIF - ReadComments MichaelJackson GIFs

Er verulega hugsi yfir rafbílavæðingunni eftir afar áhugavert námskeið í dag. Vissir þú að ef þú kemur að slysi þar sem rafbíll kemur við sögu, getur þú lent í hjartastoppi ef þú snertir bílinn til að hjálpa slösuðum? Vissir þú, sem ert búin/n að kaupa þér rafbíl að ef þú lendir í árekstri getur þú dáið við að fara út úr bílnum? Vissir þú að bráðaliðar og björgunarfólk þarf að afrafmagna bílinn áður en þau geta nokkuð gert fyrir þig…..og geta jafnvel ekki klippt þig út úr bílnum vegna rafmagnskapla? Vissuð þið að ef rafbílar verða margir á Íslandi er ekki til næg raforka???? Þetta er brot af því sem ég lærði í dag, og ég mun aldrei keyra rafbíl. Almenningur fær ekki að vita allan sannleikann um rafbílana því það á að selja okkur þá sama hvað það kostar. Norðmenn eru að bakka frá rafbílum yfir í bensín og dísel aftur…….

Miðja