Forsíða Hugur og Heilsa Jonah Hill er næstum því ÓÞEKKJANLEGUR! – Búinn að vera duglegur í...

Jonah Hill er næstum því ÓÞEKKJANLEGUR! – Búinn að vera duglegur í ræktinni!

Leikarinn Jonah Hill er búinn að koma sér vel fyrir í Hollywood. Hann varð frægur fyrir að leika feitan lúða í myndinni Superbad en síðan þá er hann búinn að leika alls konar hlutverk og hefur meira að segja verið tilnefndur til Óskars.

Jonah er búinn að þyngjast og léttast mikið til skiptis milli mynda og þegar hann lék í War Dogs þurfti hann að þyngja sig frekar mikið. Þegar tökur á þeirri mynd voru búnar þá hringdi hann í félaga sinn Channing Tatum og spurði „Ef ég hætti að borða svona mikið og hreyfi mig meira á ég þá eftir að léttast“. Þá svaraði Tatum „Auðvitað, þannig virkar þetta fíflið þitt“.

Svo Jonah fór að taka sig vel á og er núna orðinn næstum því óþekkjanlegur. Hérna er mynd af honum í dag.

„Það er erfitt að halda sér í formi í þessum bransa því stundum vilja leikstjórar fá gamla feita Jonah Hill og þá verð ég að þyngjast aftur“. – Jonah Hill