Forsíða Lífið Jóhannes bendir á SVINDL fasteignasala – „Yfirleitt gert með því að lauma...

Jóhannes bendir á SVINDL fasteignasala – „Yfirleitt gert með því að lauma setningu um þetta gjald í…“

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson setti þessa opnu færslu á Facebook hjá sér þar sem hann bendir á ansi gróft svindl fasteignasala.

Umsýslugjald fasteignasala er að ég held alveg örugglega undantekningalaust presenterað eins og á meðylgjandi mynd í fasteignaauglýsingum. Eitthvað sem kaupandi ÞARF að greiða rétt eins og opinber gjöld. Það er bara alls ekki satt.
Þetta gjald er eitthvað sem fasteignasölum er HEIMILT að rukka, og BARA ef þeir gera samning um það við kaupanda. Það er yfirleitt gert með því að lauma setningu um þetta gjald í kauptilboðið. Þetta getur hlaupið á tugum þúsunda, fer eftir því hvaða fasteignasala á í hlut.
Það er vægast sagt óheiðarlegt að setja þetta fram svona og rukka svo hátt í hundrað þúsund kall fyrir að skutlast á sýslumannsskrfistofu með nokkra pappíra.