Forsíða Hugur og Heilsa Joe fékk six pack á 84 dögum – Æfði bara í FIMM...

Joe fékk six pack á 84 dögum – Æfði bara í FIMM tíma á viku!

Ef það væri einfalt að koma sér í form værum við öll hrikalega mössuð og myndum ekki blása úr nös við að skokka Ægisíðuna.

En það tekur mikinn metnað, tíma, vinnu og sjálfsaga að koma sér í form og það er svo sannarlega ekki allra.

En eru til fljótlegar og „einfaldar“ leiðir til að verða fitt? Það er það sem heilsumarkaðurinn vill að þú trúir en hann veltir milljörðum á ári hverju með sölu á allskyns skyndilausnum.

Joe Warner er 34 ára Breti sem segist hafa fengið six pack með því að æfa einungis 5 klukkustundir á viku.

Hann segist bara hafa fengið sér einkaþjálfara, hætt að drekka áfengi og borðað omelettu í morgunmat á hverjum degi og þetta sé munurinn eftir aðeins 84 daga.

Það má svo sem alveg prufa þetta!