Forsíða Lífið Jessie horfði á klám í 8 tíma á dag, missti vinnuna og...

Jessie horfði á klám í 8 tíma á dag, missti vinnuna og varð gjaldþrota

Jessie Maegan sem er 29 ára Breti segir að þetta hafi allt hafist þegar kærastinn stakk upp á því að þau myndu horfa saman á klám til að krydda kynlífið.

Hún var treg til í fyrstu en segist svo hafa orðið gríðarlega hrifin af því strax við fyrsta áhorf.

Málin þróuðust þannig að parið hætti að geta stundað kynlíf nema með klám mynd í gangi á sama tíma og það gerðu þau á hverju kvöldi, tímunum saman. Jessie segist hafa farið að telja niður mínúturnar í að hún kæmist heim úr vinnunni til að skoða klám.

Kærastinn fékk svo viðvörun í vinnunni vegna slæmrar frammistöðu, en þau voru einungis að ná 3-4 tíma svefni á hverri nóttu. Hann stakk upp á því að parið myndi taka sér pásu frá hvoru öðru. Í pásunni kynntist hann annarri konu og sagði Jessie að sambandinu væri lokið.

Þá fyrst fór allt að fara á versta veg hjá Jessie. Hún var heima öllum stundum, hundsaði vini sína, vegna þess að hún segir klámið eitt hafi verið nóg til að gera hana hamingjusama. Hún missti síðan vinnuna en hún var farin að horfa á klám í símanum sínum í vinnunni.

Á sama tíma fannst henni klámið sem hún var að horfa á ekki nógu gróft svo hún fór að borga fyrir aðgang að síðum og kom sér á kaf í skuldir.

Jessie segir að þegar klámfíklar horfi á klám kvikni á sömu stöðvum í heilanum og gerist hjá alkóhólistum og eiturlyfjafíklum – stöðvunum sem stjórna fíkn.

Hún fór í meðferð við klámfíkn og tókst að koma áhorfinu niður í klukkutíma á dag, en stefnir á að hætta alveg.