Forsíða Lífið Játning frá íslenskri stelpu: Leyndarmálið á bak við „Friend Zone“ …

Játning frá íslenskri stelpu: Leyndarmálið á bak við „Friend Zone“ …

Samkvæmt ensku orðabókinni er hugtakið „Friend Zone“ lýsandi fyrir þær aðstæður sem skapast þegar karlmanni (eða konu) mistekst að heilla hitt kynið og verður þess í stað „aðeins“ vinur viðkomandi.

friend-zone

Menn.is fékk eftirfarandi pistil sendan nafnlaust á tölvupóstfangið [email protected]:


 

 -Friend Zone –

Margir strákar virðast standa í trú um að ef þeir séu bara nógu næs og vinalegir við vinkonu sína sem þeir eru skotnir í, þá geti þeir fangað athygli hennar á rómantískan máta.

Þetta er vandi sem sprettur upp í mörgum bíómyndum, þar sem vinirnir byrja á endanum saman. Það er þó alltaf eftir allsherjar misskilning þar sem stelpan var ekki búin að fatta hvað vinur hennar er góður gaur. Góði vinurinn er númer tvö í röðinni á eftir vinsælasta stráknum í ruðningsliðinu. Vinkonan tekur ekki eftir því að hún sé ógeðslega skotin í besta vini sínum fyrr en hún er búin að prufa að deita vinsælasta strákinn í ruðningsliðinu sem reyndist aðeins vilja eitt; að sofa hjá henni.

Það sem mestu máli skiptir er að strákar virði alltaf það val sem vinkonan hefur.

Hún má alveg vera skotin í vinsælasta stráknum í ruðningsliðinu ef hún vill – þó hann sé auli. Það að vera næs við vini sína er ekki gjaldmiðill á kynlíf eða ástarsamband. Það fer eflaust ekki framhjá vinkonunni ef áhugi er til staðar, og ef hún hefur líka áhuga þá mun hún sýna það. Þetta hefur ekkert með almennilegheit að gera heldur rómantískan áhuga. Það er sárt þegar ástin er ekki endurgoldin, en stundum þarf maður bara að bíta í það súra epli og halda áfram. Til þess að koma í veg fyrir allan vafa þá væri lang einfaldast að tjá vinkonunni sannar tilfinningar og athuga hvernig henni líður. Ef hún segist ekki líta á þig „þannig“ eða segist ekki hafa áhuga, þá hefur hún ekki áhuga.

Ekki vanmeta vinskapinn. Það er sjálfsagðasti hlutur í heimi að vera almennilegur og góður við vini sína.


Ert þú með játningu, hugmynd eða skemmtilegan pistil sem þú vilt að við birtum á vinsælasta afþreyingarmiðli landsins? Sendu okkur línu á [email protected]