Forsíða Hugur og Heilsa Jasmine notaði APP til að komast í form – Missti 50 kíló...

Jasmine notaði APP til að komast í form – Missti 50 kíló á 8 mánuðum! – MYNDIR

Jasmine Norman er 24 ára stelpa frá Ástralíu. Hún var lengi búin að berjast við offitu og var orðin 140 kíló.

Jasmine hafði enga stjórn á mataræðinu sínu og var orðin mjög óhamingjusöm.

Hún segir „Mig langaði bara að borða ruslfæði og ég var farin að borða líter af ís ein á kvöldin“.

Kærastinn hennar hætti með henni í nóvember 2014 og þá ákvað hún að taka sig í gegn. Jasmine náði í APP sem kallast MyFitnessPal og það hjálpaði henni að fylgjast með mataræðinu. Hún minnkaði skammtinn sinn niður í 1200 kaloríur á dag og fór að hreyfa sig reglulega.

Jasmine segir „ég fór í ræktina á hverjum degi, gönguferðir með vinum mínum og passaði að borða ekkert rusl“.

Jasmine missti 50 kíló á aðeins 8 mánuðum og hélt áfram að sigra ræktina. Í dag er Jasmine í hamingjasömu sambandi og er komin niður í 78 kíló.