Forsíða Lífið Ítrekuð skemmdarverk á leikskóla í Grafarvogi – Biðja fólk um hjálp við...

Ítrekuð skemmdarverk á leikskóla í Grafarvogi – Biðja fólk um hjálp við að vernda leikskólann! – MYNDIR

Hún Veróníka Björk Gunnarsdóttir setti þessa færslu í opna Facebook hópinn ‘Íbúar í Grafarvogi’.

Í færslunni þá segir hún frá skemmdarverkum sem hafa átt sér stað tvo daga í röð á leikskólanum Hulduheimum og biður fólk um hjálp við vernda leikskólann.


Kæru grafarvogsbúar

Í gær komum við að leikskólalóðinni okkar sem var öll í glerbrotum og rúða brotinn. Aðkoman var heldur ekki skemmtileg í dag, þar sem búið var að brjóta þrjár aðrar rúður og búið að safna saman steinum í hrúgu. Þetta raskar töluvert starfinu okkar og viljum við biðja fólk um að vera vakandi fyrir þessu og hjálpa okkur að passa uppá leikskólan okkar.

Kærar kveðjur
Hulduheimar 👫👫👫